Nú er ég í miklum myndavélahugleiðingum en mig langar virkilega að kaupa mér Canon myndavél, og þar sem ættingi minn er að koma frá USA gæti hann keypt svoleiðis fyrir mig, en þá er spurningin hvaða vél ætti að verða fyrir valinu….?
Ég er búin að vera skoða vélarnar úti i USA og þær heita víst eh annað heldur en hérna heima, svo vélin sem ég er búin að vera skoða mest og líst best á heitir úti Canon EOS rebel T2i, og ég er búin að komast að því að hún heitir Canon EOS 550D hérna.
Þá er ég að velta fyrir mér, að það er til önnur vél úti sem heitir Canon EOS rebel T1i… heitir hún Canon EOS 500D hérna heima eða? Þar sem Rebel T2i er 550D hérna heima?
Rebel T1i er held ég 15,1 MP en þessi T2i er 18 MP…
Ég sé lítinn mun á þessu, en hef heyrt að bara 550D (eða rebel T2i) geti tekið HD video…? Er það rétt
Það munar svosem bara 100 dollurum á þessum tveimur vélum, en mig langar samt að vita muninn á þessu…
Hvaða Canon vél er hagstæðast að kaupa úti, ef mig langar að eiga góða vél sem ég get alltaf lært meira og meira á, svo ég þurfi ekki að fara selja vélina eftir nokkur ár til þess að upgrate-a í betri myndavél…?
Hverju mælið þið með og afhverju?