Nikon komu með eina 35mm f/1.8 um daginn sem er þrusu skemmtileg.
Annars eiga þeir líka 50mm f/1.8, sem gefur þér aðeins þrengra sjónarhorn.
Mæli með því að þú prófir að stilla 18-55 linsuna þína á 35mm og taka slatta af myndum án þess að breyta zoominu, prófir síðan að stilla hana á 50mm og gera það sama.
Kosturinn við þessar tvær linsur sem ég nefndi er að þær eru með mjög stórt ljósop, sem gerir það að verkum að þú getur tekið myndir innandyra án þess að nota flass, og þú getur gert bakgrunninn á myndunum úr fókus.