Hefur einhver hér prófað wet plate aka collodion process?
http://en.wikipedia.org/wiki/Collodion_process
Ég hef mikinn áhuga á því að prófa þetta og datt í hug að spyrja hvort einhver hér hafi reynslu. T.d. hvar er hægt að fá góða uppskrift eða hvað er best að gera og sérstaklega hversu lengi á að lýsa filmurnar.
Ég er að læra efnafræði svo ég kann á efnin og hef líka aðgang að efnum og glervöru til að nota í þetta (ætla samt að redda flestum efnunum sjálf) en þetta er samt eitthvað sem ég hef aldrei fiktað við svo það er aldrei að vita hvað kemur út úr þessu :)