Ég var að taka mynd af nokkrum olíumálverkum sem ég er búin með og ég hélt að ef ég notaði sjálfvirka vél, þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af að það kæmu glampar á myndirnar þegar þær framkölluðust, en það gerðist :( Hvað gerir maður? Var ég með of mikið ljós þar sem ég tók myndir þannig að ljósið hefur bara glitt á myndirnar og myndavélin réði ekki við?