Í allri þessari umræðu um ljósmyndun sem virðist aðallega snúast um að telja upp skarpar og/eða spennandi linsur finnst mér oft sjálf ljósmyndunin gleymast. Þessvegna datt mér í hug að velta upp spurning um tengdum raunverulegri ljósmyndun sem við gætum velt fyrir okkur saman ef einhverjir eru til í að svara þessum þræði.
Hverslags ljósmyndun er það sem þér finnst mest spennandi (getur vissulega verið fleiri en ein ‘tegund’), og hvað er það nákvæmlega við það heldurðu sem heillar þig svona?
Hefurðu reynt fyrir þér í eða velt eitthvað fyrir þér öðrum tegundum ljósmyndunar og af hverju sú tegund getur heillað aðra?
Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að gera með þinni ljósmyndun? Eitthvað sem þú vilt koma til skila til þess sem horfir á myndirnar þínar?
Og endilega namedroppið einhverja stóra ljósmyndara sem hafa haft áhrif á ykkar pælingar.