Hef mikið verið að pæla í að kaupa vélina mína af buy.is þar sem þeir eru að bjóða gott verð og myndavélarnar sem ég hef verið að pæla í eru:
Canon EOS 450d
Canon EOS 500d
Canon EOS 550d (Rebel T2i)
Þessar vélar virðast vera samt byrjendavélar en ég hef ekki mikið meiri pening til að eyða í þetta að svo stöddu.
Myndirnar sem ég tek eru aðallega loftlags- og náttúrumyndir ásamt myndum af almennum viðburðum sem manneskjur eru viðstaddar og portrait myndir.
Langar að vita hvaða myndavél yrði sniðugustu kaupin og hvort að það væri betra að taka kit linsuna með (18-55mm) eða þá færa mig yfir í einhverja aðra og betri linsu.
DEMENTE