Ég óska eftir tilboði í rúmlega 2 ára gamla lítið notaða
Canon EOS 400D m/ 18-55 mm og 55-200 mm linsum ásamt rafhlöðuhaldi ,
rafhlöðuhaldið hefur aldrei verið notað
Heimurinn verður þinn eigin leikvöllur með EOS 400D. Yfirburða 10.1 milljón punkta CMOS myndflaga og innbyggður rykhreinsibúnaður færa þér aðalsmerki EOS sem felst í skörpum og hreinum myndum, mynd eftir mynd.
10.1 megapixlar með CMOS myndflögu.
EOS Integrated Cleaning System (Rykhreinsibúnaður).
2.5” LDC skjár.
Níu punkta sjálfvirkur fókus.
Picture Styles.
DIGIC II örgjörvi.
Þrír rammar á sek.
DPP RAW myndvinnsluhugbúnaður.
Létt og nett.
Gengur með EF/EF-S linsum og EX Speedlite flössum.
Þinn eigin leikvöllur.
10.1 megapixla myndflagan í EOS 400D býr yfir sömu framúrskarandi CMOS myndgæðunum sem stóru bræðurnir í EOS 1 atvinnumannalínunni skarta. CMOS er ofur næmur í lítilli birtu og er án hljóðs, auk þess að vera hraðvirkur og afkastamikill.
Með EOS Integrated Cleaning kerfinu eru myndirnar ávallt ósnortnar, en kerfið kemur í veg fyrir ryk og heldur nemanum (sensor) á EOS 400D tandurhreinum.
Stór og bjartur 2.5” 230k pixla LCD skjár auðveldar þér að skoða myndirnar – næstum því tvisvar sinnum stærri skjár en er á EOS 350D.
Taktu þrjá ramma á sek. í samfelldri myndatöku (continuous shooting) – allt að 27 stórar JPEG myndir (10 RAW). Eins og að skjóta heila filmu í einum kipp.
Með því að skipta á milli Picture Style stillinga er eins og að skipta um ,,film mid-roll” til að ná fram mismunandi litasvörun og svarthvítum áhrifum. ,,Sharpness”, ,,contrast”, colour tone” og ,,saturation” er hægt að stilla eftir þínu höfði.
Þú getur valið á milli níu breytilegra fókus punkta þegar þú ert að taka mynd til að ná hröðum og nákvæmum fókus, jafnvel á viðfangsefni sem er ekki aðalatriðið.
DIGIC II örgjörvinn ,,renderar” liti með mikilli nákvæmni. DIGIC II er mjög hraðvirkur og skilvirkur og lágmarkar rafhlöðueyðslu og gerir það að verkum að vélin er aðeins 0.2 sekúndur að kveikja á sér.
Háhraða Digital Photo Professional (DDP) hugbúnaðurinn fylgir með vélinni en í honum felst m.a. yfirgripsmikil stjórn á RAW vinnslu.
EOS 400D er létt og nett, og þrátt fyrir sterkt hús vegur hún aðeins 510 gr.
EOS 400D er hægt að nota með meira en 60 EF og EF-S linsum og allri Speedlite EX flass-línu Canon. E-TTL flass algóriþminn flytur lykil tökuupplýsingar, sbr. brennivídd (focal length), fókus og fjarlægðarupplýsingar, frá EF linsum til ,,Speedlites” til að ná nákvæmri flass-lýsingu.
Video Out býður upp skoðun mynda í sjónvarpinu. Gögn eru flutt á hraðvirkan hátt með USB 2.0 háhraðatengi.
Aukahlutir sem hægt er að fá með EOS 400D:
Aflgjafi:
Endurhlaðanleg Li-ion rafhlaða NB-2LH (NB-2LH rafhlaða kemur með vélinni).
Líftími rafhlöðu: U.þ.b. 360 (23°C) – U.þ.b. 280 (0°C).
Orkusparnaður: Slökknar á vélinni eftir 30 sek. eða 1, 2, 4, 8, eða 15 mín.
Straumbreytar: AC Adapter Kit ACK-DC20 / ACK-700.
Hleðslutæki: CB-2LWE / CB-2LTE.
Bílhleðslutæki: CBC-NB2.
Taska: Semi-Hard Case EH18-L.
Linsur: Allar EF og EF-S linsur.
Flass: Canon Speedlites (220EX, 380EX, 420EX, 430EX, 550EX, 580EX, Macro-Ring-Lite MR-14EX, Macro Twin Lite MT-24EX, Speedlite Transmitter ST-E2.
Rafhlöðuhald (battery grip): BG-E3.
Remote Controller / Switch: Remote Switch RS-60E3, Remote Controller RC-1 / RC-5.