Á stuttum lýsingartíma frystir myndavélin hreyfingu (nema hreyfingin sé mjög hröð, eða lýsingartíminn ekkert svo stuttur), en á löngum eða lengri lýsingartíma verður hreyfingin að samfelldri klessu eða rönd, eins og þú sért að draga puttann eftir sandi eða eitthvað.
Þarft samt að passa að stilla ljósopið og/eða ISOið rétt í hlutfalli við lýsingartímann og birtuna til að fá ekki undirlýsta eða yfirlýsta mynd í hvoru tilfelli fyrir sig. Þessvegna er erfitt að hafa langan lýsingartíma í t.d. sólskini eða stuttann lýsingartíma í myrkri.
Það getur verið mjög gaman að nota svolítið langan lýsingartíma í hreyfingu til að fá hreyfinguna fram, svona c.a. 1/20s eða eitthvað, eins og ég geri á þessum myndum:
http://www.flickr.com/photos/tryptophan/3959949915/http://www.flickr.com/photos/tryptophan/3896879111/http://www.flickr.com/photos/tryptophan/3878704468/Maður þarf bara að nota ímyndunaraflið og prófa sig áfram. Þetta er mjög gagnlegt verkfæri til að sýna hreyfingu (eða jafnvel búa til hreyfingu í eitthvað sem er kyrrstætt?)
Hvaða ljósmyndun ertu eiginlega að læra ef þú ert búin að vera í hálfa önn en ekki búin að læra þetta?
Bætt við 27. nóvember 2009 - 01:40 Það sem ég semsagt geri í þessum myndum sem ég vísa í þarna, er að fylgja eftir hreyfingu viðfangsefnisins og smella af myndum á einhverjum lýsingartíma sem er ekki nógu langur til að frysta hreyfinguna á mér algjörlega. Það er fínt að drita bara af myndum þegar maður gerir það, allavega þegar maður er að læra á það, því margar þeirra verða örugglega hreyfðar. Man ekki hversu margar myndir ég þurfti að taka til að ná þessari með saxafóninn, en þær voru helvíti margar, enda gæjinn að hreyfa sig í allar áttir og frekar hratt.