Góðann daginn. Ég er í mjög vondum málum. Málið er að ég er búinn að vera í fríi og ég er búinn að taka milljón myndir og stútfylla minniskort myndavélarinnar. Þegar ég kem heim og set myndirnar í tölvuna þá virðist eins og allar myndirnar hafi ekki komið inn á kubbinn.
Í fyrstu hélt ég að þetta hafi verið myndavélinni að kenna… eða það að einhver hafi fiktað við myndavélina mína og eytt þeim. En svo pæli ég ekki í þessu meira og hendi svona 10 myndum í tölvuna og segi það gott. ég tek svo nokkrar myndir um kvöldið og set þær einnig í tölvuna og ekkert vesen.

Daginn eftir ákveð ég að setja restina í sömu tölvu… en neiiiii… þá segir hún að minniskortið mitt sé tómt, en það skrítnasta við það er að ég sé samt preview af nokkrum myndum (er í windows vista, ef maður er með mynda folder þá sér maður 2-3 myndir í iconinu) þannig að það er eins og þær séu þarna ennþá.

Þetta virðist ekki vera vandamál í tölvunni, því að núna getur myndavélin ekki heldur skoðað myndirnar NÉ vistað nýjar myndir inná kortið.

Getur einhver plís hjálpað mér?


og afsakið ef þetta er ílla orðaður póstur, ég er að drífa mig frekar mikið.

Bætt við 15. ágúst 2009 - 21:10
já ég er með 2gb ritz big print digital film kort.