Það er þá frekar eitthvað að forritinu sem þú notar til að importa myndunum heldur en myndavélinni sjálfri - ef myndirnar fara yfirhöfuð inn á kortið þá er ekkert að því né vélinni.
Mig grunar þó að þetta sé bara stillingarvandamál hjá þér. Í “Auto” þá tekur vélin allt í JPG formatti, sem allar tölvur og öll forrit lesa en í öðrum stilli möguleikum geturðu ráðið formatinu og látið vélina taka í RAW formi en það eru ekki öll forrit sem geta importað öllum RAW fælum. Ef þetta er vandinn mundi ég annaðhvort uppfæra forritið sem þú notar til að importa og vinna myndir (prófa að googla t.d. “Canon EOS 400D RAW plugin for X” þá er X-ið nafnið á forritinu sem þú notar) eða taka myndir ekki í RAW yfir höfuð og bara í jpg. Þessar stillingar finnurðu inn í menu-inu á vélinni.
Efa að þau hafi stuðning fyrir hráfælana(.cr2) úr myndavélinni, þ.e.a.s ef þú hefur verið að smella af myndum með Raw stillingunni. Ég mæli með því að þú prufir Adobe Lightroom, tekur auðvitað smá tíma að læra á það, en er einstaklega þægilegt þegar maður nær tökum á þvi
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..