Margar mjög flottar og vel unnar myndir! Gaman að sjá framfarirnar þínar; ég renndi í gegnum “Photostream-ið” þitt og það er auðvelt að sjá að þú ert oðrinn töluvert betri ljósmyndari en þú varst, bæði myndbygging og myndvinnsla.
Fyrir mitt leyti þá er stundum full mikið headspace á myndunum (t.d. “Five-O”, “Skiing queen” og “Viddi Feeble”), ég persónulega hefði frekar viljað sjá meira af “jörðinni” eða klippt ofan af þeim í Photoshop (eða Lightroom, eins og þú notar). En þetta er auðvitað bara smekksatriði og fer eftir stíl hvers og eins.
Mér finnst litirnir í nýju myndunum þínum (Torfæran, “Creek” og “Steinar sk8er.”) mjög skemmtilegir.
Ég sá aftar í “Photostream-inu” að þá varstu með ramma utan um myndirnar þínar, það setti skemmtilegan karaktar í myndirnar þínar og er alveg spurning hvort þú gerir það að karakternum þínum?
Keep up the good work! ;)
Þú mátt endilega kommenta á myndirnar mínar og segja þér hvað þér finnst.
http://www.flickr.com/photos/steindorinn