Canon EOS 300D, 350D, 400D og 450D eru í raun sama vélin, bara nýrri og endurbætt módel en þessar vélar eru allar svona byrjenda stafrænar SLR vélar. Næst fyrir ofan eru 50D, 40D, 30D, 20D og 10D (eins og með hundrað vélarnar er þetta sama lína bara nýrri módel, 10D elst og 50D nýjast) sem eru betri og eru næsta stig áður en þú ferð í fullframe vélar eins og 5D eða 1D.
Ég er reyndar enginn sérfræðingur og þetta er trúlega kolrangt hjá mér.
Já tæknilega séð, en hún er líka dýrari. 450D er nýjasta módelið, kom út í fyrra fyrst. Ég myndi samt fremur leita mér að aðeins eldri vél sem væri þá töluvert ódýrari. Vel er hægt að sleppa með undir 50þúsund fyrir 350D eða 400D body og kitlinsu en 450D er sjaldan undir 100þús með linsu og þessháttar enda kostar hún 140þús ný minnir mig.
Síðan gleymi ég þeirri nýjustu sem er 1000D sem er aðeins ódýrasta byrjendavélin frá Canon, hún tæknilega lélegri en 450D en aftur á móti kostur hún mun minna. Hún er trúlega á pari við eldri vélarnar eins og 350D, hef bara ekki prófað hana.
þetta er allt saman allveg eins og með bílana.. (tegund) *undirtegund* td. eins og (toyota) *supra* (canon) *400d* einfallt.. (nikon) *D60* (pentax) *k10d* (olympus) *510e*
Systemið hjá canon skiptist í þessar línur, frá bestu og dýrustu vélunum og niður: 1D Mark x,1Ds Mark x 5D Mark x, x0D, xx0D og svo loks x000D. “x” er þá einhver stafur, allt frá einum uppí fimm. Þannig eru þær vélar sem eru með hærri tölu í sinni línu nýrri og endurbættar útgáfur, samanber td. 300D, 350D, 400D og 450D.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..