Að hún taki mynd þegar ýtt er á takkann.
Að hún breyti sem minnst litunum í myndefninu.
Að hún geti tekið myndir af bæði litlum hlutum sem fjarlægum án þess að missa mikil myndgæði.
Að hægt sé að taka með henni myndir af skýjum, trjám og fjöllum ;)
Að ofantalið sé hægt án þess að þurfa klukkutíma undirbúning fyrir hverja mynd, því þá er jú myndefnið sjaldnast eins.
Að hún kosti helst ekki meira en 50þ., ég þarf að kaupa þetta fyrir skólann í viðbót við bækur og leigu. (Ef einhver er að selja góða vél má hann endilega gera mér tilboð ;)
Nú geri ég ráð fyrir að þið snillingarnir getið þýtt þessi atriði fyrir mig án teljandi erfiðleika á tæknimál myndavélanna, og vonandi dottið eitthvað skemmtilegt í hug fyrir mig. Ég yrði ævinlega þakklátur.
Með fyrirfram þökkum,
Teto
Bætt við 8. janúar 2009 - 20:49
Gleymdi víst að taka fram að mig vantar stafræna vél, og bæti hér með úr því.
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.