YNWA og Richter, ég virði ykkar framlag mjög mikið en ég held það stuðli nú ekki að betri þáttöku þegar þið komið hér með kaldhæðnisleg skot á notendur áhugamálsins þar sem þið gefið í skyn að fólk hérna sé jafn grunnt og vaðlaug.
Ég persónulega er ekki mikill keppnismaður þegar kemur að ljósmyndun. Mér finnst skemmtilegra að taka myndir og setja þær á netið fyrir aðra til að skoða en ekki til þess að keppast við einn né neinn. Hins vegar þá er alltaf gaman að senda mynd í eina og eina keppni.
En eins og notandi hérna fyrir ofan mig segir þá mega vera keppnir oft og mörgum sinnum nema bara ekki með of stuttu millibili því þá verður þetta leiðigjarnt eins og með Snjór og Lego þar sem fólk sem sendi mynd í Snjór lét það bara nægja þar sem Lego keppnin hófst áður en Snjór keppninni lauk.
Ekki hætta að hafa keppnir, bara ekki hafa of margar og ekki hneykslast svona ofsalega þegar það er dræm þáttaka, ég t.d. hafði ENGAN tíma fyrir Lego keppnina en langaði nú samt alveg að taka þátt.