Mér datt enginn betri staður í hug en þessi til að setja þennan þráð á.
En þannig er mál með vexti að ég þarf að fá að vita hvar ég get látið framkalla eða prenta út ljósmyndaplaggat, semsagt svona Life Poster (hlekkur).
Ég er með plaggatið á bæði jpeg formi og pdf formi; get ég bara farið með minniskubb á einhverja framköllunarstofu og látið prenta það út eins og ljósmynd eða ætti ég frekar að fara með það í prentsmiðju og prenta það bara út eins og venjulegt plaggat?
Eru einhverjir staðir sem þið mælið sérstaklega með sem geta framkallað þetta eða prentað út?
Ég myndi helst vilja hafa þetta svolítið fínt, þar sem að þetta á að vera jólagjöf.
Með von um góð svör.