Canon uppfærðu nú kit linsuna sína um daginn, og er hún nú nothæf.
En annars skil ég ekki hvernig fólk getur mælt svona með Pentax. Jújú, mydavélarnar þeirra eru svonsem ágætar, og jafnvel betri en ódýru canon vélarnar, en segum sem svo að þú sért búinn að mynda í 2-3 ár frá því nú, og þú hyggist uppfæra bæði myndavélakostinn og linsu safnið. Þá stenduru frammi fyrir því að kannski er engin vél sem er nógu góð fyrir þig, og svo að ekki sé minnt á linsuúrvalið, sem nær varla midrange gæðunum hjá Canon. Svo er þjónusta við Canon allveg mögnuð hérna á Íslandi.
Svo virðist sem svo að eina ástæðan fyrir kaupum á Pentax séu allveg frábær buildgæðinn þeirra. Það er mjög gott mál, og hinir frammleiðendurning mætti svonsem allveg taka sig á í þeim efnum. En myndgæðin eru einfaldlega ekki nógu góð, og komast ekki með tærnar það sem nikon, eða jafnvel canon er með hælana.
Ég er mjög feginn að hafa keypt Canon vél á sínum tíma. Ég var bara lítill og óviss, syndandi í flóði myndavélaframmleiðanda, í leit að eihverri sem hentaði mér. Ástæðan fyrir því að canon varð fyrir valinu var einfaldlega sú, að þegar ég spurði nokkra vini og vandamenn, margir af þeim sem voru pro eða áhugaljósmyndarar, komu með skjótt og einfalt svar: Canon.
Í dag fynnst sýnist mér þó að Nikon sé ekkert verri kostur, tæknilega séð, en eins og ég nefndi hér áður, þá er Canon þjónustan hér á landi með eindæmun góð.
Ég er nokkuð viss um að ef þú myndir spyrja nokkra lengrakomna ljósmyndara, að fáir myndu mæla með Pentax.
klukkan er 8 og ég er að drífa mig í skólann, svo að stafsetninga ritskoðun er með öllu óheimil.