Ok ég veit að þið hafið séð þessar spurningar milljónogtvisvar sinnum en mér er alveg sama. Verið bara fegin að einhver vill fá ráð hjá ykkur, það er bara allsekki sjálfgefið.
Er ég búin að sannfæra ykkur til þess að svara mér? Flott.
Nú er ég búin að vera að pæla að fá mér betri myndavél í alveg heillangan tíma og get ekki ákveðið mig. Ég vil ekki kaupa neina helvítis vitleysu.
Til þess að koma því á hreint þá er ég að fara að kaupa frá Elko og valið stendur á milli Canon EOS 1000d og Canon EOS 450D. Ég bar þær saman og allt hvaðeina. Eina sem ég virkilega skildi þarna var það að 1000d hefur nærmyndar fókus og hvítvægi en ekki 450D.
Linkur á samanburð:
http://www.elko.is/elko/samanburdur/Default.asp?showxml=true
Líka svona til þess að hjálpa ykkur að hjálpa mér með valið þá finnst mér mjög gaman að taka macromyndir, landslagsmyndir og portrait.
Með von um skjót og hjálpsöm svör. Annars klaga ég eða ritskoða allt sem þið segið á /romantik.
Nei ok djók. En mig langar samt í hjálpsöm svör. Plz.