Er ekki hægt að fá framköllun án þess að fá prentin með (á minni pening), og fá myndirnar bara á geisladiski? Það er allavega ekki sýnt á verðlistunum sem ég finn hjá þessum standard framköllunarbúðum.
Ég er orðinn vanari þessu svarthvíta þar sem maður skoðar bara kontaktinn og velur svo hvað maður vill stækka.
Mér finnst soldið bruðl að vera með tilraunamennsku og fá svo öll þessi fínu prent sem maður heldur kanski ekkert upp á.
Einhverjar ábendingar?