ég vona þín vegna að þú hafir fylgst með í kúrsum, ég veit að ég vildi vera í kúrs um fréttaljósmyndum.
Ég held að þú þurfir ekkert frekar að fá ér einhverja aðra myndavél, þín dugar alveg ágætlega. Henri Cartier Bresson, sem er nefndur fremsti ljósmyndari 20. aldarinnar tók flestar myndir sínar á manual 35mm vél, reyndar Leica, en það er nú ekki aðal málið.
mér skillst að það sem verður metið eftir sé
- að það að myndin sé af einhverju fréttnæmu
- rétt lýsing (þ.e. mynd ekki of björt eða of dimm)
- mynd sé í fókus
- römmun/mynduppbyggingu/aðdrátti
- sjónarhorni
- dýpt á mynd
- þú hefðir átt að skrifa meira
ég geri ráð fyrir að þú sért í einhverri stórborg í kanalandi og fréttnæmir atburðir gerast hvar sem er í kringum þig.
Tökum sem dæmi. Eitthvað umferðarslys sem þú gengur fram hjá með myndavélina í vasanum, og þú tekur mynd af ökumanni með gat á hausnum (þetta er bara dæmi) það yrði þá “- conformity to assignment” slys eru jú alltaf fréttnæm, allavega á íslandi. myndin yrði að vera í fókus, og rétt lýst, það er eiginlega ekkert annað hægt með manual Olympus vél.
Best væri að “slasaði” maðurinn væri aðalatriði myndarinnar, þ.e. sjónarhornið á hann væri þröngt, ekki einhverjar byggingar eða bílar eða áhorfendur eða sjúkraflutningamenn eða eitthvað annað væri að troðast inn á myndina. Super væri nú ef maðurinn myndi horfa beint í myndavélina. (þú gætir kannski gert það með því að sýna á þér brjóstin, menn horfa soldið á kvenfólk þá). Þetta er “framing/composition/cropping”.
ef þú værir með manual SLR vél gætirðu stillt ljósopið t.d. frá 5,6 til 32 (fer eftir linsum) með ljósopið (f) stillt í 32 (lítið ljósop) færðu mikið “depth of field” þ.e. bakgrunnurinn verður skýr. með ljósopið stórt, segjum 5,6, verður bakgrunnurinn óskýr, og athyglin beinist að því sem er í forgrunninum sem er það sem er í fókus.
Einhver regla er sú að ef þú ert að taka mynd af einhverju sérstöku eins og fólki, dýrum, eða ákveðnu sem á að fá óskipta athygli þína á að nota stórt ljósop, þ.e. lága f, tölu. Sértu að taka mynd af landslagi er gott að hafa lítið ljósop (háa f tölu) til að fá tilfinningu fyrir fjarlægðum.
En þetta, eins og allt í ljósmyndun eru reglur sem eru brotnar æ ofan æ. Það eru náttúrulega engar reglur til í ljósmyndum, sem betur fer.
Þetta með filmu tegund er eitthvað sem er algjörlega heilagt fyrir ljósmyndara. Mér persónulega finnst Fuji Velvia vera draumur á jörð, hún er frábærlega tær, yndislega skýr og með dásamlega liti, en hún er mjög hæg (iso50). Fyrir þig sem ætlar að taka mynd af atburði. myndi ég bara nota kodak gold 400, eða ilford 400 super, svart hvíta.
Og ekki nota “red eye reduction” það virkar ekki, eina sem gerist er að ljósin blikka á vélinni og augnablikið sem þú ætlar að ná er horfið að eilífu.
nenni ekki skrifa meira, vona að þetta komi að gagni.
kv
birri
birkir.com