neineinei, hvað ertu að bulla…
mm talan er upphaflega miðuð við eld-gömlu vélarnar sem notuðust ekki við linsur heldur einungis gat. fjöldi mm sagði þá hvað gatið var langt frá ljósnæma efninu(fimuni).
Þegar fyrstu linsurnar komu til sögunar notaði fólk bara sama mm fjölda, og víðleikinn var á gömlu gatamyndavélunum.
Þannig er venjuleg 35mm filmuvél með 50 mm linsu með sama gleiðleika og filma í kassa þar sem gatið er 50mm frá filmuni.
Sama gildir um FullFrame stafrænar vélar, og 18-55 mm þýðir að linsan geti zoomað frá 18 mm - 55 mm.
Þegar kemur að minni stafrænum velum, eins og Canon EOS 400D til dæmis vandast málið.
Þar sem að sensorinn í þeim (sem er eins og filman í gömlum vélum) er töluvert minni, þarf að margfalda mm töluna af linsuni með 1.6 til að fá sama gleiðleika og á gömlu filmu vélunum.
Í daglegu tali er samt bara talað um mm töluna sem stendur á linsunni án þess að hún sé margfölduð.
Dæmi:
30 mm linsa á filmuvél er eins og ( 30 * 1.6= ) 48 mm á crop vél (lítillri digital vél, td. 400d).
Þegar sagt er að linsa sé 18 - 55 mm (millimetra) er alltaf miðað við gleiðleikann á filmuvél.
Þannig eru 10mm rosalega vítt á crop vél,
18 mm er nokkuð vítt,
30 mm eru svona venjulega vítt (eins og 50mm á filmuvél),
55 mm er gott í portrait ( eins og 85 mm á filmu),
200 mm er allt of mikið zoom (fyrir minn smekk) en er mikið notað í fuglaljósmyndum og öðru sem er í mikillri fjarlægð.
vinsamlegast leiðréttið mig er ég gerði einhverjar villur ( sem ég gerði örugglega ).
takk fyrir.