Eg mæli með að þú notir Ilford filmur, ég nota þær allavegana og þær virka alveg askoti vel.
Það er annars ekkert mál að þræða filmu. Þegar maður opnar vélina sér maður eiginlega strax hvernig á að fara að þessu.
Annars ef það vantar útskýringar, þá tekur þú filmuna, setur hana í hólfið vinstra megin (það er allavegana vinstra megin í minni Canon vél) og dregur endann af filmunni aðeins út og setur í snúningshjólið hægra megin, svo þarf bara að “taka eina mynd” s.s. ýta á takkann svo að filman er á réttum stað. Svo er bara málið að loka vélinni aftur og byrja að taka myndir.
Hér er einskonar sýnimynd sem ég fann á google:
http://www.butkus.org/chinon/ricoh/xr-7/body04.jpgÞað er rosalega gott að finna manual fyrir vélina á netinu (ef þú fékkst hann ekki með), ef það er til, þá sérðu kannski frekari upplýsingar um vélina og svoleiðis.