Sælt veri fólkið… ég var að spá… ég á Canon 400d og svo keypti ég mér líka Canon 430EX flass…

Ég fór niður í bæ um daginn og fór að taka myndir og svoleiðis.. En eitt skil ég ekki. Mætti nú fleiri ljósmyndurun á röltinu niður í bæ.. Glampandi sólskín og þar voru þeir að taka myndir.. Af hverju eru þeir með utanáliggjandi flass ofaná vélunum þegar það er svona bjart og glapmandi sólskýn.. Ég var t.d. að taka myndir af öndunum á tjörninni og svoleiðis.. Tek alltaf myndir með manual stillingunni. Er að æfa mig á því.. En hefðu myndirnar mína verið eitthvað betri ef ég hefði verið með Canon 430EX flassið mitt á vélinni þegar það er svona bjart úti…

Veit heimskuleg spurning en er alveg nýgræðingur í þessu. Og er ekkert búin að lesa mig til um þessi flöss.. En keypti mér samt…

Afturámóti þá er allt annað að taka myndir með flassið á þegar maður er inni.. Miklu flottari myndir þá… En ég skil ekki af hverju menn eru með þetta á vélunum utandyra þegar það getur ekki orðið bjartara úti.. getur varla verið að flassið lísi eitthvða meira upp þá.
Cinemeccanica