Lol :-)
Canon xxxd vélarnar eru ekki einusinni sambærilegar pentax k20d.
Canon vélarnar hafa upp á mjög marga möguleika að bjóða, það er hugsað fyrir öllu í þróunn á þessum myndavélum
Alls ekki. Af hverju ættu Canon að selja myndavélar á 80 þús sem eru jafn góðar og myndavélar frá þeim sjálfum sem kosta 800 þús? (450d vs. 1ds mk3) Þá væru þeir að keppa við sjálfa sig og enginn atvinnumaður myndi eyða pening í dýrari vélina.
Trikkið hjá þeim er að þeir skilja alltaf eitthvað eftir, svo þarf maður að borga meira til að fá sér módel í næstu seríu fyrir ofan til að fá það sem maður vill, og þannig fá þeir fólk til að kaupa dýrari og dýrari vélar frá sér eftir því sem reynsla þess eykst. (Fínt að byrja á 400d skiluru, fá sér svona kannski 40d og svo 5d eða 1ds?)
Dýrasta dSLR vélin frá Pentax afturámóti kostar umþb. 120 þús ef ég man rétt, og er k20d. Auðvitað er engin leið að gera myndavél fyrir 120 þús sem er jafn góð og vél sem kostar 800 þús, en pentax eru allavega ekki viljandi að gera eitthvað asnalegt í vélunum sínum til að maður kaupi næstu vél fyrir ofan. Ef þú ert vanur ljósmyndari og prófar bæði pentax k20d og t.d. canon 40d, þá ættirðu alveg að sjá hvað ég á við.
Vissulega eru canon með algjörlega tæmandi lista af linsum í allt sem maður þarf, og mjög fín gler í þokkabót, en vegna þess að þarna úti eru menn sem eru tilbúnir til að borga 200 þús krónur fyrir glerin, þá kosta þau 200 þús krónur.
Pentax eru hinsvegar með mjög gott “backwards compatibility”, sem þýðir að maður getur auðveldlega notað gamlar linsur á þær, alveg aftur 1970 ef ég man rétt, og eldri linsur er líka hægt að nota með millistykki. (Vissulega hægt að fá svona millistykki yfir á Canon líka, og ég á svoleiðis :D)
En svona til þráðarhöfundar, þá finnst mér vel valið hjá þér að taka pentax k20d. Ég myndi taka hana sjálfur ef ég væri þú, en þar sem ég er ég þá sé ég fram á að kaupa mér myndavél fyrir 300 þús eða meira einhverntíman (fullframe all the way!) og nota þessvegna canon.
Svo á Hawk alveg kollgátuna hérna:
fáðu þér frekar lítið að góðu gleri en mikið af lélegu gleri.
Linsusafnið manns kemur hægt og hægt, nema maður byrji með þvílíkt mikinn pening og taki þetta með trukki.