Já komiði nú öll sömu sæl og blessuð.
Frá ungaaldri hef ég haft nokkurn áhuga fyrir ljósmyndun. Á fyrri árum hef ég oft stolist í P&S vél fjölskyldunnar í ferðalögum og fyllt þær af allskonar artý myndefni, móður minni til mikilla ama. Eitthvað af peningi hefur nú safnast upp hjá mér. Hef ég ákveðið að nota hann til kaupa á skítsæmilegri DSLR vél. Spurningingin er nú sú hvað ég ætti að skella mér á.
Sá peningur sem ég er tilbúinn í að eyða rokkar á milli 90-110þúsund krónum. Skemmtilegast finnst mér að taka Portret myndir og sömuleiðis landslagsmyndir. Spurnignig þá hvort ég þurfi ekki einhverja linsu með sirka 17mm brennivídd og þá aðra 85mm fyrir portret myndir. Kannski möguleiki á að fá sér eina zoom linsu til að spara pening.
En svo þetta sé nú ekki of langt.
-Þá er ég að leita mér að vél í kringum 90 - 110 þús krónur.
-Myndir sem ég tæki á vélina væru aðallega portret og landslagsmyndir.
-Pentax, Canon og Nikon koma mest til greina
-Það stoppar mig ekki að þurfa að kaupa vélina að utan
-Sömuleiðis má vélin vera notuð.
-Spurning líka hvort ég ætti að fá mér eitthvað almennilegt flass fyrir portret myndatöku
Ég er nokkuð viss um að þetta sé allt hér, updata þetta bara ef mér dettur eitthvað annað í hug.
Kv, Lingurinn