Það er ekkert að því að hafa þær úr plasti ef maður sér ekki fram á að vera með þær í miklu actioni. Veit ekki hversu sterkar plastvélarnar eru, en ég held að það sé alveg á hreinu að þær eru ekki sterkari en magnesíumblöndu vélarnar. Hvort það reyni einhverntíman á það veit ég ekki.
Og vissulega munar suma að hafa vélina 200 eða 300 gr. léttari.
Svo hentar stærðin á rebel vélunum ekki í hendurnar á mér. Kærustunni minni finnst samt xxD vélarnar mínar of stórar, þannig að fólk er bara mis-stórgert.
Aðgengileiki á stillingum á rebel vélunum er slæmur miðað við á xxD vélunum. Í fyrsta lagi er skrunhjól á bakinu á xxD vélunum, á meðan maður þarf að halda inni einhverjum takka og snúa litla skrunhjólinu á rebel vélunum til að fá eitthvað sambærileg áhrif. Á xxD vélunum (og gott ef ekki xD vélunum) er aðgerðaskjár ofaná vélinni, með tilheyrandi tökkum og drasli til að maður geti breytt ISO, wb, fókus, ljósmælingu og drive tegund (eitt skot, mörg skot, timer, etc.). Á rebelunum er aðgerðaskjár fyrir ofan stóra skjáinn (á bakinu) og maður þarf að fara inn í menjúa og drasl til að breyta flestu. Að hafa þennan skjá ofaná kemur sér mjög vel ef maður er með vélina fyrir neðan sig, t.d. á þrífæti.
Kannski þarf maður að prófa að nota báðar vélarnar í einhvern tíma til að átta sig á muninum, en ég tel það nokkuð víst að ef maður er að nota vélina eitthvað af ráði og vill geta verið fljótur að breyta helstu stillingum og vill vera með áreiðanlegri, þolnari og hraðari vél og setur ekki fyrir sig að hún sé 200 eða 300 gr. þyngri, þá eru xxD vélarnar betri kostur.
en Rebel vélarnar eru enganvegin eitthvað “lélegar”, þetta er bara lélegur húmor hjá þeim sem eru með buyers remorse yfir því að hafa keypt sér of dýra vél og eru að fá alveg sömu niðurstöður og litla stelpan í kvartbuxunum með 350d vélina. Það er ekkert búið að breytast að það sem skiptir mestu máli í ljósmyndun er það sem er fyrir framan og aftan myndavélina, ekki myndavélin sjálf.
Fokking ritgerð.