Jæja, það hefur nú verið full rólegt hérna yfir hátíðarnar, enda allir sjálfsagt önnum kafnir að kýla vömbina og taka utan af pökkum, vona bara að þið hafið fengið einhverja góða harða pakka.
En nú líður af einni mestu flugeldasýningu í heimi (Hefur einhver mælt það, hlýtur að vera heimsmet) og mig langar að taka myndir, bæði af stökum skotum og fleiri saman. Getur einhver gefið mér tips, ég hef aldrei reynt þetta áður. Allar tillögur og umræður væru vel þegnar svo sem staðsetning, ISO, hraði og allt hitt. Mér var að láta mig detta í hug að fara upp á Vatnsenda eða jafnvel lengra í burtu. Verður maður ekki að vera mættur þar kl. tíu til að fá pláss? :)
J.