Ég held að ef þú ert bara að byrja núna, þá ættirðu að leita á heimilinu að einhverri lítilli og þægilegri myndavél.
Þú getur prófað að taka einhverjar myndir á ferðalögum, athuga hvernig þér finnst að taka myndir og hvort það er eitthvað sem þú vilt halda þig við.
Og ef þetta er alveg ýkt gaman og voðavoða skemmtilegt, þá er bara gott að fara upp í canon 400d og þaðan upp.
Ég byrjaði nú bara að taka myndir í fyrra. Ég var alltaf að skoða þessi eyðibýli, þar til ég rakst á
þessa bók í minjagripabúðinni á Þingvöllum.
Eftir að ég keypti hana skoðaði ég ekki bara eyðibýlin, heldur tók líka myndir af þeim og spáði eitthvað í myndunum, ekki bara “klikk,klikk” eins og upphaflega.
Gekk um bara með þessa fínu
olympus D-560 zoom myndavél sem hafði verið á heimilinu í 1 ár.
Notði þessa litlu myndavél í 5 mánuði með bros á vör, þar til ég loksins ákvað að kaupa mér canon 400d, sem ég hef verið með síðan.
En endilega ef þú ert að spá í þetta, þá bara að prófa að taka myndir og hafa gaman af.
Bætt við 12. mars 2008 - 13:14 En það er allt í lagi að gagnrýna myndir, þú þarft ekkert endilega að koma með latínuheitið yfir atriðið sem þér finnst vannta aðe vera að.
Þú getur bara sagt það sem þér finnst og ef þú veist ekki hvað það heitir þá geturðu bara lýst því, og vonandi svarar þér og kemur með rétta orðið. Þannig lærirðu líka helling.
Þa er altaf gaman að fá gagnrýni :)