Nei ég er að ýja að því að mér finnst að þú mættir spá aðeins meira í það sem þú ert að gera. Ef þú ætlar að ljósmynda svona uppstillingu, prófaðu þá að stilla því upp í staðinn fyrir að taka mynd af einhverju sem er núþegar uppstillt.
Þá fyrst er kannski hægt að fara að gagnrýna eitthvað uppstillinguna.
Skoðaðu svo lýsinguna vel. Er hún of flöt? Kannski of hörð og of miklir contrastar? (Getur notað hvít A4 blöð til að dreifa henni og jafnvel endurkasta henni)
Ertu raunverulega að ná fram því sem þú ert að reyna að sýna? Ertu kannski að taka mynd af einhverju sem er í raunveruleikanum geðveikt flott, en ert ekki að ná því í myndina? Horfðu betur á skjáinn eða í gegnum viewfinderinn eða hvað það er sem þú gerir, og byggðu upp myndina áður en þú smellir af. Njóttu þess síðan að vera með stafrænu tæknina og að geta séð myndina á skjánum og skoðaðu hvort þér finnist þú hafa náð því sem þú vildir sýna. Og ef ekki, reyndu þá að finna út hvað það var sem klikkaði og hvernig þú getir lagað það.
Þú þarft ekki að stofna kork hérna eða á lmk í hvert skipti sem þú smellir af og til að spyrja um hvert einasta atriði sem þú ert að hugsa um (þetta með minniskortið var alveg útí hött).
Þú getur komist að lausnunum að miklu leiti sjálfur.