Haha :)
RAW er samt svolítið sniðugt. En ef þú nýtir þér ekki möguleika RAW þá geturðu alveg eins tekið í jpeg.
Málið er að jpeg fælar eru eins og sagt er 8-bita, sem þýðir að heildarfjöldi litatóna í þeim er 2^8, eða 256. Það er ekkert voðalega mikið. Síðan er dreifingin ekki línuleg, heldur helmingast niður á stoppin (fyrsta stoppið er með helminginn, næsta stopp með helminginn af því, þarnæsta stopp með 1/8, etc) og þar sem dynamic range stafrænna véla er 5 stopp sjáum við að í allra myrkustu svæðunum eru bara örfáir mismunandi litatónar.
En RAW fælar eru 12-bit, og úr sumum vélum 14-bit (t.d. 40d), sem þýðir að það eru margfalt, margfalt fleiri litatónar (4096 í 12-bita og 16384 í 14-bita) sem þýðir að litatónarnir í skuggasvæðunum verða aftur margfalt, margfalt fleiri.
Þú getur t.d. séð þetta í því að það myndast stundum fyrirbæri sem kallast “banding” í einhverju sem ætti að vera mjög smooth gradient. Lítur út eins og þrepaskipting á litabreytingu.
Eða þetta skilst mér að sé hvað helst munurinn.
Ég nenni sjálfur ekki að taka í RAW nema í einstaka tilfellum, og ég hata lightroom.