Jæja, nú er ég að pæla í að fara að fikra mig áfram með notkun á ljósabúnaði við myndatökur. Ég er með eos 400D, 17-85mm f/4-5.6 og 50mm f/1.4 canon linsur, og er að pæla í að fá mér ljós.

Ég sá þetta dót hér auglýst um daginn, og er að spá hvort einhver hér hafi hugmynd um hvort eitthvað sé varið i þetta eður ei.

http://www.hanspetersen.is/?prodid=116

annars er ég að spá í að kaupa mér Speedlite Transmitter ST-E2 og Speedlite 430EX, og svo stand og regnhlíf í beco.

Hvort mynduð þið telja vera betri kost fyrir mig? Að kaupa canon dótið er dýrara, en það er spurning hvort að það sé þess virði fyrir mig að kaupa það frekar ef það er meira framtíðar dót!


Þess má geta að ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er algjör byrjandi í ljósmyndun, en hef mikinn áhuga á að verða betri, þannig að skítköst í þá áttina að ég ætti að sleppa því að eyða peningum í þetta eru hérmeð afþökkuð!

kk,
-mummi

www.flickr.com/photos/mummz