Sæll.
Núna veit ég ekki með nákvæmlega þessa tegund sem þú talar um, en ég er sjálfur að nota gamlar linsur á canon eos vélina mína, og það geri ég með sérstökum adapterum sem maður setur aftan á linsuna.
Mig grunar að það sé hvað best að vera með canon vél í svoleiðis, vegna þess að linsu mountið hjá þeim er mjög breitt, og með þæginlegri “focus registering depth *”.
Þú getur fundið fullt af svona adapterum á ebay, og þá mun það líklega hjálpa að vita hvað lens mountið á linsunum heitir.
* focus registering depth er sú fjarlægð sem linsan þarf að vera frá myndfletinum til að hún nái infinity focus. Ef hún er fjær getur hún fókusað nær, en hefur ekki infinity focus.
Bætt við 12. febrúar 2008 - 12:09
Varðandi flassið þá myndi ég fara varlega í að nota það á stafrænar vélar, vegna þess að gömul flöss voru gjarnan með mjög háa kveikispennu, sem þýðir að það fóru jafnvel nokkur hundruð volt í gegnum tengin á botninum á því þegar það flassaði, og þessi spenna gæti skemmt viðkvæmar rásir í stafrænu vélunum.