Sælir hugarar.


Ég fékk mér mína fyrstu d-slr í síðustu viku og eftir góðan tíma og hugsun varð pentax k10d fyrir valinu, ekki kannski endilega vegna þess að hún er eithvað super mega græja, heldur útaf byggingu hún er einsog lítill skriðdreki í höndunum á manni,

en ég ætla ekkert að vera skrifa einhverja ævisögu og ástæður fyrir kaupunum, annað en ég er alveg hel sáttur,


Málið er það að ég er að undirbúa að fara í næturfjallgöngu á nokkra tinda í kringu Eyjafjörðin og langar að taka myndir að nóttu til í stjörnubjörtu og tunglskyni, “vonandi” norðurljósum,

Hvað eruð þið að mæla með í, aperature, exp, og shutter speed,

Hef tekið nokkrar myndir úr garðinum, ljósmengun frá bænum og svona, á s.s. 3" exp, 5,6 ap og 200iso hafa komið alveg sæmilega út af trénu og tunglinu en langar samt í smá fróðleik.

kv.
Nýliði með fullt af áhuga.