Vegna þess að stafræn myndflaga bregst línulega við ljósinu, þá hefur hún ekki jafn mikið ‘dynamic range’ og filman (mismunandi eftir filmum þó). Þetta gerir það að verkum að skuggasvæði á myndum verða fyrr alveg svört, og svæði með miklu ljósi verða fyrr alveg hvít á stafrænum vélum en í filmunni. Þessvegna þykir filman jafnvel hentugri en stafrænt til að taka myndir við kontrast-miklar aðstæður, t.d. í sterku sólarljósi.
(ath. stafrænar HDR myndir)
Litir eru síðan oft eitthvað aðeins öðruvísi í filmunni. Gjarnan ekki jafn raunverulegir, eða of sterkir. Breytilegt eftir filmum, þær hafa margar sína eigin liti og eru sumar sérhannað fyrir t.d. portrait eða ákveðnar tegundir af ljósi (fluorescent, tungsten, etc.)
Myndir teknar á ljósnæma filmu líta líka aðeins öðruvísi út en myndir af ljósnæmum ISO stillingum á stafrænni myndflögu, vegna þess að kornin (film grain) í filmunni líta öðruvísi út en suðið (noise) úr myndflögunni.
Annar munur sem er þó enganvegin alltaf sýnilegur eða nýttur, er sá að 35 mm filma hefur myndflöt sem er 36*24 mm og 6x6 á medium format filmu hefur myndflöt c.a. 56*56 mm, en á flestum dSLR vélum er stærð myndflatarins í kringum 22*16 mm.
Þetta leiðir tvennt af sér:
# Annars vegar þarf maður að nota lengri linsu við stærri myndflöt til að fá samskonar sjónarhorn (talað um 1,6x, 1,5x eða 2x crop factor á vélum), sem þýðir að maður fær minni dýptarskerpu (meira bokeh*) m.v. annars sömu fjarlægð og ljósop.
Þ.e. segjum að ef ég er með 30 mm f/1.4 linsuna mína á 40d vélinni minni í 50 cm fjarlægð frá andliti, þá fengi ég sama sjónarhorn úr 50 mm f/1.4 linsu í 50 cm fjarlægð á 35 mm filmuvél, en miklu meira bokeh vegna þess að linsan er 1.6x lengri (rétt rúmlega 1.6x samt….)
# Hinsvegar felur þetta í sér að það er möguleiki á að ná fram miklu meiri smáatriðum í myndina.
Einnig er t.d. hægt að fá sæmilega hraðar medium format filmur, eða pusha hægari filmur upp í góða hraða, án þess að það sjáist mikið grain þegar myndin er stækkuð upp í sömu stærð og mynd úr myndavél með APS-C (1.6x crop) sensor.
Vona að þetta hafi skýrt eitthvað ;-)
* bokeh er nafn sem er notað yfir bakgrunns-blur í ljósmyndun.