Ég er ekki viss úr hverju nikon d80 er gerð, en ég veit að pentaxinn er rosalega sterk byggður og mjög vel veðurþéttur og ásamt nýjustu linsunum frá pentax sem eru líka veðurþéttar geturðu vélina í flestum aðstæðum.
Sambærilega sterkar og vel þéttar vélar færðu ekki í vélum í þessum verðflokki frá öðrum framleiðendum.
En svo er ég sammála þér, pentaxinn er frekar spennandi og það er að vissu leiti gaman að vera með öðruvísi græjur en aðrir, þó að það geti svosem líka verið kostur að vera með t.d. canon, vegna mikils framboðs af notuðum græjum hérna á Íslandi. Reyndar er líka hægt að fá gamlar linsur á pentax (P/k mount) á ebay fyrir lítinn pening, sumar alls ekkert góðar en aðrar alveg hreint ágætar. Hinsvegar eru gömlu linsurnar manual fókus og líklegast með manual ljósopi líka, en það er ekki mikil hömlun.
(þarft ekkert að vera feiminn við að panta af netinu af viðurkenndum aðilum eins og bh photo, og stundum kostar það ekkert meiri peninga en sumir reyna að selja notaða draslið sitt á)
Mæli með því að þú fáir að “handfjatla” þær báðar, það hefur oft mikið að segja líka.