Hvaða linsu ætti ég að fá mér með þessari myndavél? Mér sýnist á flestum hérna að 18-55, þessi sem fylgir oft með, sé ekkert eitthvað svakalega góð. Hvað ætti maður þá að fá sér í staðinn? Ég er ekki að fara taka myndir af einhverju sérstöku, bara svona almenna myndatöku af ýmsu.

Ég var að skoða ef-s 17-85 en í einhverju reviewi var sagt að það væri rosalega erfitt að fá svona blurry bakgrunn (hvað sem það heitir á pro-máli) með henni en ég vil helst geta gert það auðveldlega.

Og vel á minnst, ég hef frekar litla reynslu af ljósmyndum og ætla mér ekki að eyða einhverjum gríðarlegum fjárhæðum. Þannig að mig vantar einhverja svona góða “byrjenda”linsu.