Verð að biðja þig um að afsaka YNWA, hann er fastur í heimi zoom linsa (linsur með breytilegri brennivídd).
Í þessu tilfelli ráðlegg ég þér að skoða sigma 30 mm f/1.4
Málið er að þetta bakgrunns blur (kallast ‘bokeh’) eykst með eftirfarandi stærðum:
# Lengd linsu (brennivídd, mm talan)
# Stærð ljósops (f/ talan. Minni tala -> stærra ljósop)
# Minnkandi fjarlægð
Af þessu drögum við þá ályktun að maður þurfi að finna einhverja þæginlega málamiðlun milli lengdar linsunnar og fjarlægðarinnar sem þú ætlar að nota hana á. (Auk þess er erfitt/dýrt að fá linsur sem eru langt frá 50 mm brennivíddinni, en með stór ljósop (stór ljósop er hvað auðveldast að gera í linsum með brennivíddum frá 30mm og upp í 80 eða 100 mm))
Gallinn við 30 mm linsuna er það hvað hún er stutt. Það þýðir að bokehið minnkar mjög hratt með aukinni fjarlægð. 30 mm linsa á eos 400d gefur þér mjög svipað sjónsvið og 50 mm linsa á full frame (35 mm filmu)(umþb. 45° gráður), en 30 mm f/1.4 gefur þér samt ekki nema jafn mikið bokeh og 50 mm f/2
Þetta þýðir að ef þú vilt *ennþámeira* bokeh og ert til í að reyna að nota þrengri linsu, þá færðu það frekar í 50 mm f/1.8
Hinsvegar skal þess getið að ef þú tekur mynd af einhverju drasli með 30 mm f/1.4 linsunni og ætlar síðan að taka mynd af því og fá eins “römmun” (þ.e. sömu uppbyggingu í myndina) með 50 mm linsu, þarftu að fara c.a. 1,6 sinnum lengra frá hlutnum, og þá færðu nokkurnvegin jafn mikið bokeh hvorteðer.
Þetta bokeh er frekar tricky, og það tekur mann alveg smá stund að fikta með þetta til að fatta það.
Til að sýna þér smá dæmi um hvað 30 mm f/1.4 gefur þér í bokeh, þá geturðu kíkt á eftirfarandi myndir sem ég hef tekið með henni.
http://flickr.com/photos/tryptophan/2139792234/http://flickr.com/photos/tryptophan/2155605089/http://flickr.com/photos/tryptophan/2136833086/http://flickr.com/photos/tryptophan/2125066285/Þarna geturðu séð að bokehið úr henni er alls ekki þannig að það sé gjörsamlega að afmynda heiminn, enda er þessi linsa frekar stutt til að maður sé í einhverjum bokeh-leik með hana.
Annars er hérna dæmi um 50 mm f/1.7 á full frame (35 mm filmu)
http://flickr.com/photos/tryptophan/1259304731/http://flickr.com/photos/tryptophan/2164747871/En annars, ef þú átt svolítið af pening og ert til í að prófa svona dót, þá mæli ég sterklega með því að þú kíkir á ebay og skoðir gamlar linsur. Þar er hægt að fá sæmilega hraðar, fastar linsur sem eru með manual fókus og jafnvel manual ljósopi.
Þá mæli ég með pentax linsum með p/k mounti, eða super takumar linsum með m42 mounti. Lítið mál að fá adaptera, og þá mæli ég með adapterum með “focus confirm”.