Ættir að geta notað öll flöss sem passa, þó ég myndi ráðleggja þér að fara varlega í að nota gömul flöss á hana, vegna þess að eldri flöss eru mörg hver þannig að öll spennan (volt) sem fer í peruna fer í gegn um myndavélina sem hún er tengd við, og nýjar stafrænar vélar þola ekki alla þá spennu.
Þ.e. gömul flöss geta grillað einhverjar rafrásir í vélinni þinni. Hægt að finna upplýsingar um flössin á netinu, ef þú vilt athuga hvort þú getir notað þau á vélinni, eða mæla það einfaldlega sjálf með spennumæli.
Annars mæli ég enn frekar með því að þú fáir þér svokallaðan ‘remote trigger’ fyrir flassið, sem er þá bæði stykki sem þú setur í flass-skóinn á myndavélinni og stykki sem þú festir á flassið og þá geturðu notað flassið án þess að hafa það á myndavélinni. Það býður upp á mjög skemmtilega möguleika í lýsingu.
Nánara lesefni um svoleiðis:
www.strobist.com