Vegna þess gífurlega magns af annarsvegar snjó á höfuðborgarsvæðinu og hinsvegar myndum hérna sem eru teknar í snjó datt mér í hug að skrifa niður nokkra punkta sem er fínt að hafa bakvið eyrað þegar myndirnar eru bæði teknar og/eða gerðar bærilegar í photoshop.
Ég geri ráð fyrir því að fólk hafi nokkuð basic skilning á myndavélinni sinni, og því að fólk sé með vél sem býður upp á einhverja möguleika í stillingum. Annars er í góðu lagi að spyrja.
Annarsvegar eru ljósmælarnir í svona myndavélum heimskir. Þeir vilja mæla hvítt (lesist: snjó) sem 18% gráann, og undirlýsa þessvegna myndina þannig að snjórinn verður grár en ekki hvítur.
Einfaldasta leiðin til að sporna við þessu er að einfaldlega segja vélinni að yfirlýsa myndina um umþb. 1 stopp (um að gera að prófa sig áfram þar) og skoða og læra á svokallað “histogram” myndarinnar.
(dæmi um histogram: http://www.luminous-landscape.com/images7/histo-yellow.jpg )
Takið samt eftir því að þá skiptir máli á hvað maður er að ljósmæla. Gott að hafa skilning á því hvernig mælirinn er stilltur (spot-metering? center-weighted average? etc.etc.).
Hinsvegar, fyrir þá sem eru með photoshop en ekki myndavél sem hefur fáa möguleika í svona stillingum, þá er lítið mál að redda þessu þar (þó á kostnað myndgæða, en það ætti ekki að skipta hinn almenna notanda miklu máli).
Opnið myndina, farið í “Curves” tækið (ctrl+m). Finnið þar dropateljarana þrjá, veljið þann sem heitir “Set white point”, og einfaldlega smellið einhversstaðar á bláleitan snjóinn. Við það ætti myndin öll að lýsast og snjórinn að verða hvítur.
Flestar myndavélar sem eru þess virði að eiga ættu alveg að þola að vera úti í frosti. Ef þið viljið vera alveg über varkár til að telja ykkur trú um að þið séuð að fara nógu vel með draslið ykkar getið þið passað að hitabreytingarnar sem myndavélin, og þá hvað helst linsan, verður fyrir séu ekki of snarpar þegar græjurnar eru teknar aftur inn. Ef linsan hitnar of hratt getur rakinn í loftinu þést utan á glerjunum og valdið móðu sem getur setið á þeim í smá stund.
En það sem skiptir kannski mestu máli er að manni verði ekki kalt. Þegar manni verður kalt hættir maður að nenna hlutunum og fer að drífa sig.
Meiri lesning um histogram, fyrir þá sem hafa áhuga:
http://www.luminous-landscape.com/tutorials/understanding-series/understanding-histograms.shtml
En þar sem það er ekki svo mikið sem vottur af snjó, allavega efast ég um að það sé snjór hérna á höfuðborgarsvæðinu eins og veðrið er núna, þá er þessi korkur heldur gagnslaus.
Kærar kveðjur,
W