Vitiði hvar er ódýrast að láta framkalla. Ég hef alltaf sent allar filmur til bandaríkjanna í framköllun (sem margborgar sig) en stóra systir mín var að flytja aftur hingað heim svo það gengur ekki lengur. Ég nota filmuvélar mikið, enda er meira lotterí með þær heldur en með digital og maður vandar sig meira :) So… Einhverjir staðir sem þið mælið með fyrir framköllun? Eru Pixlar kannski einu sem koma til greina???
Ég hef hingað til alltaf farið með filmurnar mínar í Ljósmyndavörur í skipholtinu. Þar kostar c-41 framköllun 530 kr, eða 560 kr minnir mig ef það er klippt í sýrufrítt plast (mæli með því). Annars veit ég um myrkrakompu sem þér er líklegast velkomið að vera með í.
bónus er nú soldið ódýrt, en ég var nú bara að hugsa mér að fara að gera þetta sjálfur og nota bara filmu skanna svo ég fái myndirnar bara beint í tölvu.
Svalt. Manstu hvað það kostaði? Og erum við að tala um venjulega 35 mm 36 ramma litfilmu, eða varstu með eitthvað spes dæmi? Spurning hvort þeir séu til í að framkalla fyrir mann slides í c-41 án þess að rukka mann auka :-D (ljósmyndavörur rukka annars tvöfalt fyrir cross processing, þ.e. slides (e-6) í c-41)
ég hef bara ekki hugmynd,, ég var með eitthvað skrítna lomo mynda vél síðast og það komu bara út nokkrar myndir þá eitthvað svona 6 eða eitthvað og það kostaði eitthvða 200 krónur minnir mig.. kostar eitthvað í kringum 1300 kall fyrir heila filmu held ég..
Ah, varstu þá með svona stóra filmu sem er bara á rúllu (kallast “120”) en er ekki þessa litla sem er í boxinu (kallast "35 mm)? Fékkstu filmuna sjálfa til baka líka?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..