Jæja!
Ég var að skoða lomo heimasíðuna og fannst þetta nú ansi áhugaverðar vélar!! En þar sem ég hef nú ekkert vit á þessu eða ljósmyndun yfir höfuð þá ákvað ég að fá álit ykkar snillingana á huga á þessu. Hvað er eiginlega svona merkilegt við lomo?? Eru þetta ekki bara lélegar myndir og myndavélar sem koma út svona rosalega cool?
Og ef maður ætlar að fá sér eina svona lomo vél hvað á maður þá helst að kaupa? Það eru þarna til nokkrar tegundir sé ég: Action Samler, Supersampler, Holga og svo Kompakt Automat!! Hvað er eiginlega munurinn á öllu þessu. Ok, ég sé að tvær fyrstnefndu taka myndir í 4 hlutum, er ekki mjög óhagstætt að kaupa sér svoleiðis vél sem getur ekki bara tekið venjulegar myndir.
Jæja, ég er bara svona að pæla!
Endilega segið mér álit ykkar á lomo og fyrri reynslu svo ég geti tekið mitt fyrsta skref í lomoheiminum!!
Kv.
thoraeli