Hvernig vél varstu að hugsa um að fá þér og til hvers ætlarðu að nota hana (hvernig ljósmyndun) ef það er partý og fjölskyldumyndir þá er t.d ixus fínt vél. Ef þú ert að tala um SLR vél (svona stóra með linsu sem hægt að taka af) þá myndi ég benda þér á að fá þér einhverja notaða vél. Hægt að fá þær á fínu verði með fínum linsum. Bendi þér á að kíkja á ljósmyndakeppni.is þar má finna vélar til sölu. Bendi þér líka á að leita að þráðum þar um hvaða vélar menn mæla með fyrir byrjanda. Canon 20D, 350D, eða 10D. Síðan er líka Nikon sem eru örugglega ekki síðri græjur, ég bara hef aldrei handleikið Nikon vél. Mér leist best á D80 frá þeim þegar ég var að skoða þetta en mér var svo gefin Canon vél þannig að það kom aldrei til þess að ég fengi að skoða Nikon.
Gangi þér vel með þetta.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.