Jæja, það er kominn tími á að ég læri á flassið mitt :P
Um daginn áskotnaðist mér gamalt flass. Það er af gerðinni Metz mecablitz 36CT2 eða SCA 300 (er ekki alveg viss með allar þessar tölur) og pabbi minn keypti það notað einhverntímann kringum '89. Það er auðvitað ekkert manual á því og ég kann ekkert á stillingarnar. Ég vona að það sé einhver hérna sem kann á svona gamlar græjur.
Í fyrsta lagi er hægt að stilla ASA (ISO) og DIN (á sama kvarðanum, 25 ASA er sama og 15 DIN). Ég skil það ekki alveg. Á maður þá að stilla á sama ASA og í myndavélinni? Það nefnilega virðist ekki alveg virka hjá mér.
Í öðru lagi er hægt að stilla á 11, 8, 5.6, 4, 2.8, TTL (through the lense, virkar ekki), M og W. Ég ætla að giska á að þetta tengist eitthvað ljósnæmni. En ég fatta samt ekki hvernig ég á að stilla það. Yfirleitt kemur bara of sterkt flass og allt verður hvítt.
Svo er annað vandamál. Þegar ég ætla að nota flassið í of lítilli birtu vill myndavélin ekki taka myndina af því hún heldur að hún verði of dökk (og það blikkar svona punktur lengst til hægri). Get ég ekki platað myndavélina til að taka of dökkar myndir? Ég var búin að prófa að stilla of dökkt í Manual stillingu en samt vildi myndavélin ekki samþykkja það, þótt ég væri búin að stilla á dekksta sem hún leyfði urðu myndirnar of bjartar með flassinu (ég var meira að segja búin að fikta mig áfram í að stilla það eins dauft og hægt var).