Heil og sæl!
Þannig er að það hefur alltaf blundað í mér áhugi fyrir ljósmyndun, en þó hef ég voðalega lítið gert til þess að rækta áhugamálið, aðalega vegna kunnáttuleysis.
Ég keypti mér Sony DSC-W100 fyrr á árinu en hún ræður við 8.1 megapixla og ýmsar manual stillingar eru á henni. Ég hef aðeins prófað mig áfram með þessar stillingar, t.d. exposure og annað, en aldrei hefur mér tekist að taka virkilega fallegar myndir.
Getur einhver bent mér á síður á netinu þar sem “fyrstu skrefin” eða tækni/tricks eru kennd?
Ég er að hugsa um einhverskonar turtorial og ekki væri verra ef sony cyber-shot vélar væru teknar fyrir.
Með fyrirfram þökk!
Bætt við 20. september 2007 - 23:58
Ég skal viðurkenna að ég skrifaði þetta að ofan án þess að hafa almennilega skoðað tenglana á þessu áhugamáli. Nú sé ég ýmsa tengla sem hafa sennilega akkúrat það sem ég er að leita eftir…
Best að byrja á því skoða þá :D