Ég var að kaupa mér Canon 400D. Ég þurfti að sitja í bíl alla leiðina heim frá Reykjavík (5 tímar) og hafði ekkert að gera svo ég fór á smá ljósmyndanámskeið hjá pabba mínum (sem er pro ljósmyndari). Núna kann ég smá á stillingar á vélinni, aperture, hraða o.fl. og er eitthvað að fikta í þessu.
Það er eitt sem ég fatta ekki. Ég prófaði að stilla á Tv og stilla á mjög hratt. Myndavélin á að velja passlegt ljósop en samt urðu myndirnar margar nærri því svartar. Á ekki að blikka eitthvað ljós þegar myndin er stillt þannig að hún verður yfir/undirlýst?