Nú er ég alveg viss um að ég ætla að kaupa mér Canon 400D í vikunni. Ég er að fara í eina ferðalag sumarsins þar sem ég keyri hringinn í kringum landið (er á leiðinni til Ísafjarðar) og kemst þess vegna í ýmsar búðir, en ég hef ekki mikinn tíma.
Hvað? Ég er búin að ákveða að fá mér Canon EOS 400D + einhverja kit linsu (það eru 3 möguleikar í Beco). Hvaða linsa hentar almennt best? En svo langar mig í macro linsu og þá veit ég ekkert hvað ég á að fá mér, ég kann ekkert á þetta. Ég er mest í því að taka myndir af blómum, hvað hentar best í það?
Hvar? Ég held að ég fái þetta ódýrast í Beco, með afslætti sem pabbi segist fá (89910 kr. fyrir ódýrasta pakkann (body+linsa)). En er einhversstaðar ódýrara?
Hvenær? Veit einhver hvenær er opið í Beco (eða þá í þeirri búð sem er ódýrast, ef það er eitthvað ódýrara)
Fyrirgefið ef það hefur verið nákvæmlega eins þráður. Þeir voru bara svo margir og ég nennti ekki að lesa þá alla :/ Það má þá bara eyða þessu eða eitthvað …