Ég og Goatfather smelltum okkur út í kuldinn fyrr í dag og fundum við fínan stað til að taka myndir á. Við ætluðum að fara að taka myndir í Straumsvíkinni því að við héldum að það væri allt í snjó þar eins og alls staðar í borginni. En þegar þangað var komið þá var ekki mikið um snjóinn. Goatfather sá rautt húsþak í fjarska og ákváðum við að kíkja þangað. Keyrðum að bæ sem ber nafnið Straumur og fram hjá honum eftir þröngum og holóttum vegi. Þegar vegurinn endaði þá vorum við komnir út að sjó. Það var frekar mikið rok og mikill öldugangur. Á þessu svæði var alveg fullt af dóti til að mynda.
Fullt af gömlum húsum sem voru illa farin. Mikið um rústir og hálf ónýtar girðingar. Mjög flott þegar aldan skall á bjarginu sem var þarna. Svo í þokkabót voru hestar að tjilla þarna og japla á grasi. Það var smá sól og skemmdi hún ekki fyrir.
Svo þegar við vorum að fara þá sáum við feðga vera að skjóta máva og smelltum nokkrum myndum af þeim.
Ég vildi bara láta ykkur vita af þessum stað ef þið vissuð ekki af honum. Hann var að gera góða hluti.
Árni T.