Sæl öll.
Ég er að leita mér að vídeótökuvél/myndbandstökuvél, og langar að spyrja ykkur hvaða vél er best að ykkar mati?
Það sem vélin verður að hafa til brunns að bera er; góð myndgæði, góða og skýra töku á hlutum á hreyfingu , auðvelt að taka kyrrmyndir inn á tölvu af vídeóbrotum, auðveld í notkun, með minnst 2.5" skjár en líka með myndskoðara, helst ekki yfir 100.þús.
Ég hef átt JVC GR-DX75E, sem er eitthvað biluð núna, var ágætis vél. Keypti mér ódýra JVC Everio GZ-MG21E, en líkar hún verulega illa, léleg myndgæði og lélegur fókus er tekið er af hlutum á hreyfingu:( Einnig með MOV/MOD files, sem eru hundleiðinlegar finnst mér allavega.
Ég hef lítið vit á svona vélum og því væri gott að fá ráð um hvaða vél myndi henta mér.
Aðalhlutverk vélarinnar væri að taka vídeó af hrossum(sem eru að sjálfsögðu á hreyfingu) og geta fryst myndaramma úr tökunni og sett á vefsíðuna mína.