Ég á Olympus “muj” 700 myndavél og í henni er XD kort sem hefur verið með eitthvað vesen nýlega.
Þegar ég set myndir inn í tölvu nota ég forrit sem heitir Olympus Master sem fylgdi myndavélinni. Stundum er eins og tölvan finni ekki kortið og þá þarf ég að taka það úr og setja aftur í. Þegar það virkar að setja myndirnar inn koma ALLTAF fullt af viðvörunum sem segja að kortið sé með “write-protection” en það er ekkert þannig á kortinu. Ég þarf alltaf að ýta aftur og aftur á cancel til að losna við þetta en myndirnar koma samt alltaf allar inn í tölvuna.
Stundum kemur það fyrir að ég gleymi að eyða af kortinu og fatta það ekki fyrr en ég set nýjar myndir í tölvuna. Þá koma oftast tvisvar eða þrisvar myndirnar sem ég var búin að setja inn og svo ruglast röðin þannig að ég þarf að týna nýju myndirnar úr hrúgu af myndum.
Það nýjasta sem kortið hefur tekið upp á að gera er að þegar ég skoða myndir í myndavélinni kemur oft “Card error”. Oftast eru það bara ein og ein mynd sem ég get ekki skoðað en ég þarf alltaf að slökkva og kveikja aftur til að losna við þetta. Fyrir nokkrum dögum gat ég alls ekki tekið mynd eða sett neitt inn í tölvuna fyrr en ég formattaði kortið (og missti þannig nokkrar myndir).
Veit einhver hvað er hægt að gera í þessu? Frekar kaupi ég nýja myndavél en að kaupa nýtt kort …