Mér hefur fundist það liggja svolítið í loftinu að menn séu óánægðir með magn þeirra mynda sem eru að þeirra mati óáhugaverðar. Einnig, miðað við magn þeirra mynda sem virðist streyma hérna inn, mætti ætla að hægt væri að herða aðeins á kröfunum um gæði þeirra.
Hvernig þætti mönnum ef við myndum bara koma okkur saman um einhverjar svona ‘vinnureglur’ sem við myndum reyna að fara eftir, og reyna síðan að sannfæra stjórnendur (og vona að þeir leggi eitthvað til málanna) um ágæti þeirra… ?
T.d. grunar mig að fæstir nenni að vera að skoða svokallaðar ‘snapshot’ myndir (semsagt, myndir sem eru bara “point&shoot”, og ekkert ‘listrænar’ sem slíkar) í þessu safni.
Síðan þætti mér líka gaman ef það væri settur smá standard um ‘upplýsingar’ sem ættu helst að fylgja með hverri mynd, þá helst hvernig myndavél viðkomandi notar, og ef það er SLR væri fínt að heyra hvernig linsu myndin er tekin á, ljósop og hraða og hvort það sé einhver ákveðin ‘pæling’ á bakvið myndina…
Hvað finnst ykkur? Er ég að ætlast til of mikils?