Það er nú óþarfi að hdra allt í tætlur þó maður vilji flottan himinn. Ef ekki er hægt að finna sjónarhorn þar sem himinn er jafn bjartur og viðfangsefnið (sem er frekar oft, en maður á samt að reyna) geturðu fyrir bestu niðurstöður tekið tvær myndir og maskað þær saman í photoshop eða skotið í raw og framkallað tvær myndir úr því en þá með gæðatapi (noise aðallega) og maska þær saman í Photoshop. Ef þú kannt ekki að maska þá bjallarðu bara.
Bætt við 22. mars 2007 - 17:40
Og svona óhefðbundnara ráð er að fá sér gradient neutral density filter, hann semsagt er dökkur að ofan en gegnsær að neðan. Hef séð mjög flottar myndir þar sem notast var við svona filter. En þeir virka náttúrulega bara ef skilin milli himins og jarðar eru bein.