Depth of Field (DOF)
Á íslenskunni heitir þetta fyrirbæri dýptarskerpa en eins og nafnið gefur til kynna segir það til um hversu mikið svæði er í fókus. Svæðið sem er utan fyrir DOF er úr fókus, og kallast bokeh á enskunni og getur það svæði verið mismunandi fallegt eftir linsum og ljósopinu sem stillt var á.
Nú, hversu mikil dýptarskerpa verður í myndinni þinni fer eftir nokkrum atriðum.
1. Ljósopi
2. Brennivídd
3. Fjarlægð frá myndefni að linsu.
Til þess að fá sem minnst svæði í fókus skal
1. Vera með stillt á sem stærst ljósop
2. Vera með súmmið í botni eða nota lengri linsur ef völ er á.
3. Vera sem nálægast myndefninu (best væri að fókusa alveg eins nálægt og hægt er)
Ef meiningin er að fá sem mest svæði í fókus skal gera akkúrat öfugt, lítið ljósop, víð brennivídd og reyna að vera ekki mjög nálægt allavega.
Tekið af eigin siðu, http://steinn.wordpress.com/tag/ljosmyndun-myndvinnsla/